Birt þann

Tölvu lagnaefni

Láttu aðra vita

Digitus_logoErum með Digitus tölvu lagnaefni frá Assman í Þýskalandi. Vorum að fá tengla fyrir mola, patch panela bæði fyrir mola og venjulega og fleira og fleira.

DigitusmoliAuðvelt er að tengja molana og setja þá í tenglana eða patch panelana. Þeir eru litamerktir eins og patch panelarnir þannig að fljótlegt er að tengja þá. Tryggir að allt er rétt tengt í fyrsta skipti.

Meira hér

Birt þann

Nýir mælar til að stilla diska

Láttu aðra vita

Erum með mæla sem er auðvelt að nota til að stilla inn gervihnattadiska. Þessa er auðvelt að nota. Tengir inn á kapal frá móttakara og í disk. Annar sýnir með nál og tón sem að breytist með meiri styrk. Hinn sýnir styrk með tölum og pípi sem að styttist með hækkandi styrk frá diski.

Kosta aðeins 5.900,- kr. og 3.800,- kr.

Birt þann

Ný senditíðni á RÚV frá gervihnetti

Láttu aðra vita

Rúv hefur verið fært aftur til baka yfir á Thor 5. Til að ná honum þarf að láta móttakarann leita upp á nýtt.

Nýjar stillingar:

Satellite: Thor 5
Sendir: C12
Tíðni sendis: 11389 MHz
Pólun merkis: Horisontal
Symbol rate: 24,5 Msym/sec
Forward Error Correction: 7/8
DVB-S, QPSK

Sendingum verður hætt 17 des næstkomani á eldri tíðninni.

Hér eru leiðbeiningar fyrir stillingar á  EnigmaX_des2012.

Birt þann

Húsbílaloftnet

Láttu aðra vita

Vorum að fá frá Triax loftnet fyrir húsbíla og ferðavagna. Við fengum tvær gerðir, UFO100 og UFO120.

 

  • Sérstaklega gert fyrir DVB-T, móttaka á FM/DAB/BIII/UHF merkjum
  • Innbyggður 28dB magnari
  • Yfirborð loftnetsins er sérstaklega meðhöndlað til að þola saltvatn og öll veður
  • Kemur með  2 (UFO100) eða 4 (UFO120) mismunandi festingum
  • Upplagt fyrir heimilið, bátinn, fellihýsið, húsbílinn eða húsvagninn
  • Notar 5-24 volt

Dómur um loftnetið hér

Birt þann

RÚV færist um sendi á gervihnetti

Láttu aðra vita

Rúv hefur nú færst á nýjan sendi yfir á Thor 6. Til að ná honum þarf að láta móttakarann leita upp á nýtt.

Eldri sendirinn verður samhliða í gangi þar til 30 maí 2012.

Nýju stillingarnar eru:

Sendir: A02
Tíðni: 10716 MHz
Pólun: Lóðrétt/Horisontal
Gagnahraði/Symbol rate: 24,5 Msym/sec
Leiðrétting/FEC: 7/8
DVB-S, QPSK

Leiðbeiningar hér um hvernig á að stilla Smart EnigmaX5

Birt þann

Nýjir mælar frá Rover

Láttu aðra vita

Rover eru komnir með nýja mæla á markaðinn. Þessir eru tilbúnir fyrir framtíðina. Til dæmis er HD Touch er með snertiskjá, DVB-T/T2, DVB-S/S2 mælingu og sérstalega hraðri mælingu til að stilla inn diska:

  • DVB-T2 mæling fylgir
  • OPTIC Inn fæst aukalega
  • ASI Inn/út fæst aukalega
  • T.S. Analyzer/Reader aukalega
  • MPEG2 & 4 SD & HD mælingar
  • Auto/Manual “LTE” FILTERS aukalega
  • Spanmælingar í rauntíma með MAX HOLD
  • Rauntíma endurkast & microendurkast
  • Tengi fyrir afruglara, CI
  • 8 tíma LI-ION rafhlaða

Meira hér

Birt þann

Nettenging yfir rafmagnslínu

Láttu aðra vita

Erum búnir að fá búnað til þess að tengja netið yfir rafmagn. Þessi búnaður gerir ídrátt á netköplum óþarfan þar sem að nettengingin fer yfir ramagnið! Bara að stinga í samband og sambandið er komið á! Virkar vel fyrir Dreambox tengingar og adsl myndlykla. Þessi búnaður er með 200 Mpbs hraða.

Birt þann

HDMI deilir og HDMI rofi fyrir 3 inn

Láttu aðra vita

Vorum að fá HDMI rofa með 3 innganga. Með þessum rofa getur þú tengt 3 tæki inn í einn HDMI inngang ef þig vantar fleiri innganga inn í sjónvarpið þitt. Hann er með fjarstýringu og hann er líka þannig að hann skiptir sjálfvirkt yfir á næsta inngang ef að kveikt er á tæki. Einnig fengum við HDMI deili sem að gerir mögulegt að tengja 2 skjái við eitt tæki.