Birt þann

Nýr kortabrennari á lager

Nýr brennari frá Adteknik í Svíþjóð var að koma í hús. Þessi brennari er bara með USB og það dugar til að brenna allar helstu tegundir af kortum s.s. M2, Titanium, fun og fleiri. Hugbúaðurinn í honum er uppfæranlegur beint um Internetið, hann styður USB 1.1 og 2.0 eða allt að 12 MBit hraða. Stærðin er aðeins 70 x 56 x 10 mm. Hann er í gulu húsi og það fylgir með USB snúra og geisladiskur með reklum sem eru samþykktir af Microsoft.

Birt þann

1,2 meter plastdiskur

Nýr diskur á Íslandi. Við höfun nú hafið innflutning á 1,2 meter plastdiskum frá fyrirtækinu Rian í Hollandi. Þessir diskar eru frábærlega vel smíðaðir, með góðar styrkingar að aftan og með vandaða fasta festingu. Pólfesting er í smíðum hjá þeim og kemur seinna. Komið og skoðið eða hafið samband og fáið nánari upplýsingar.

Birt þann

Minnsti Linux móttakari í heimi!

Dream Multimedia er nú kominn með nýjan móttakara á markaðinn sem er sá minnsti á markaðnum sem keyrir Linux. Þessi er með nettengi, 1 Scart, RCA tengjum með mynd og hljóði, ljósleiðara tengi fyrir hljóð út fyrir heimabíó magnara og RS232. Aðeins 195 x 130 x 40 mm (BxDxH).

Birt þann

Nýr magnari frá Hirschmann

Hirschmann hefur nú enn á ný komið á óvart með nýja línu í loftnetsmögnurum. Þessir magnarar eru bæði fyrir breiðband með mögnun í baka leið og líka án. Það er hægt að stilla mögnun og tíðnisvörun á stærri gerðinni. Hirschmann hefur framleitt gæða vöru sem er vel þekkt á meðal atvinnumanna í áratugi og þeir klikka ekki núna frekar en fyrri daginn og ekki spillir verðið.