Birt þann

Ráðstefna um nettengingar sjófarenda

Láttu aðra vita

Í nútímasamfélagi eru nýjar áskoranir í netlausnum á sjó vegna nýrrar tækni. Krafa um betri og nýrri lausnir til þess að leysa þann vanda verður sífellt háværari og aðkallandi fyrir sjávariðnaðinn. Til þess að ræða þessi mál höfum við fengið einn fremsta fyrirlesara Evrópu í sjávariðnaði, Ben Taylor. Hann hefur góða innsýn og reynslu á sjávariðnaði  víðs vegar um heim. Starf hans sem fréttamaður hefur fært honum ýmis verðlaun á borð við ,, Contributor to the North“ – Prolific North 2021. Einnig má nefna að hann starfar í nefnd fyrir Breska sjómannasambandið.

Hér er um tækifæri fyrir fyrirtæki í sjávarútveginum og sjófarendur að kynnast nýjum og sérsniðnum lausnum fyrir nettengingu á sjó.

Byrjað er á að tala um allt sem þarf til að láta 4/5G virka á skipi: SIM-kortin, beinana og loftnetin.

Næst hefur Poynting boðið Oneweb til að segja okkur allt um nútíð og framtíð gervihnattatenginga á sjó.

Sá þriðji verður sá sem enginn má missa af. Jafnvel þótt skip séu „ein“ í sjónum er hætta á netárásum mjög raunveruleg. Fortinet, leiðandi í netöryggi, mun tala um hætturnar sem þarf að bregðast við.

Að lokum á síðasta pallborðinu sem er líklega það mikilvægasta og praktískasta, munu þrír sérfræðingar sem eru að vinna hjá heimsþekktum fyrirtækjum í sjávariðnaði segja okkur frá eigin viðskiptaþörfum og þeim lausnum sem þeir sjá á markaði. Einnig þá valkosti sem þeir tóku á eigin netkerfum.

Gestir eru hvattir til þess að koma með spurningar sem svarað verður jafnóðum.

Skráðu þig hér