Birt þann

Búnaður fyrir snjallheimilið, VeraLite

Nýi aðstoðarmaðurinn þinn

Heimastjórn þarf ekki að vera dýr eða flókin. Erum að bjóða nokkrar VeraLite stjórnstöðvar á góðu verði. Tengir bara stöðina við netið og svo þá skynjara og rofa sem að þú vilt, hleður niður appinu í símann þinn og þá eru kominn í samband við heimili þitt.

  • Stjórnar auðveldlega allt að 70 tækjum
  • Getur stjórnað yfir 750 mismunandi tækjum
  • Þú býrð til eigin texta og netpóst sem viðvörun fyrir allar aðstæður

VeraLite gerir þér auðvelt fyrir að stjórna ljósum, myndavélum, hitanemum, hurðalæsingum, öryggiskerfum og fleiru. Að auki getur þú auðveldlega bætti við sjálfvirkum stýringum við flest á heimili þínu.  Allt sem snjallheimili þarfnast er hér komið, þú bætir bara við þeim skynjurum og rofum sem að þú vilt. Hægt að fá heyfiskynjara, ljósskynjara, hitanema, hurða og glugga skynjara, reykskynjara, gasskynjara, vatnsskynjara og fleiri. Svo er hægt að fá rofa fyrir ljós, gardínur, RGB Led ljós, rafmagnshlið og fleira. Allir skynjarar eru þráðlausir sem gerir uppsetningu auðveldari. Hver skynjari og rofi er keyptur aukalega.

Meira hér

Birt þann

Netið um loftnetskapla

Frá Triax fáum við búnað sem að sendir netið um loftnetskapla án þess að hafa áhrif á loftnetsmerki það sem að er fyrir á lögnunum. Nýjasta gerðin er með 1 Gbit hraða á milli staða og svo er fáanlegur búnaður sem býr til þráðlaust net við endann þannig að þetta auðveldar oft útbreiðslu þráðlauss nets innanhúss. Þetta auðveldar dreifingu netsins þar sem að kóax eða loftentslagnir eru fyrir hendi.  Hér er þráðausi búnaðurinn og svo er hér búnaðurinn sem að þarf við routerinn.

Bæklingur hér

 

Birt þann

Android MiBox með Google TV

Þessi Android spilari er einfaldur og eldsnöggur í notkun. Hann er vel upp settur með Google TV sem er sérstaklega gert til notkunar í sjónvarpi. Það fylgir með Bluetooth fjarstýring. Hann spilar flestallar margmiðlunarskrár. Hann er með Cortex-A53 2.0GHz, 2Ghz fjögurra kjarna örgjörva. Hann styður afspilun 4K efni, hann er með HDMI 2, 2 Gb DDR3 vinnsluminni og 8 Gb innra minni. Hann ræður við H.265 HEVC MP-10 við L5.1, allt að 4K x 2K með 60fps. Þú getur hlaðið niður þúsundum forrita frá Google play store. Það er auðvelt að setja upp Kodi. Erum með 2ja ára ábyrgð á þessum spilara.

Birt þann

Breytingar á sjónvarpsútssendingum

Sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju hætt en UHF heldur áfram

Vodafone mun á næstunni loka endurvarpsstöð sem hefur hingað til dreift sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju á höfuðborgarsvæðinu. Ef að þú sérð skilaboð á skjánum að það sé að fara að loka þessari útsendingu þá þarft þú að gera ráðstafanir í tíma til að halda útsendingunni. Ástæða lokunarinnar eru breytingar á fjarskiptum í lofti.

Athugið að ekki er verið að slökkva á öllum sjónvarpsútsendingum um loftnet, eingöngu er um að ræða sjónvarpsútsendingar um örbylgjuloftnet.

Til að halda afram að sjá útsendingar um loftnet þarf að nota UHF loftnet eins og þessi.

Hér fyrir neðan má sjá niðurtökuáætlun örbylgjusjónvarps á höfuðborgarsvæðinu.

Birt þann

Zipatile heimastjórnkerfi

Zipatile frá Zipato er öflugt kerfi sem að gerir mögulegt að stjórna heimilinu heima og heiman. Þú getur kveikt og slökkt ljósin, fylgst með hitastigi, hvort að hurðir og gluggar séu opnir, birtustigi, rakastigi, hreyfingu og fleiru. Til að gera þetta allt þarf að fá aukalega skynjara og rofa. Í þessu kerfi er stjórnborð þar sem að þú getur stjórnað öllu þessu og með appi í símanum getur þú svo skoðað og stjórnað öllu á heimilinu hvaðan sem er úr heiminum. Með z-wave staðlinum getur þú valið um mikið úrval af skynjurum, rofum og fleiri búnaði sem hægt er að tengja við þetta kerfi.

Meiri upplýsingar eru hér

Birt þann

Nýjir stafrænir DVB-T mótarar

dscf1914Vorum að taka upp nýja stafræna mótara með HDMI tengjum sem gerir mögulegt að senda mynd frá afruglara til dæmis um allt hús um kapalkerfi það sem að er fyrir í húsinu. Eigum til með 1, 2 og 4 inngöngum. Erum einnig með mótara sem eru með hliðrænan hljóð og mynd inngang.

Meira hér

Birt þann

VU+Solo 4K móttakari

Erum með á lager flaggskipið frá VU+. Hann er hraðvirkur og fyrsti Linux móttakari frá VU sem að er með 4K móttöku möguleika. Þar sem að hann er með 2 gervihnatta móttakara og 1 terrestrial þá er hægt að taka upp 2 rásir og horfa á þá þriðju eða streyma 2 út á netið og horfa á þriðju, eða taka upp á meðan. Sjá meira á heimasíðu VU hér

VU+Solo 4K gervihnatta- móttakari

Birt þann

Lyklaborð og fjarstýringar fyrir smátölvur og sjónvörp

Mele_F10_4Erum með nokkrar gerðir af fjarstýringum með innbyggðri músarstýringu. Þær henta vel fyrir Android margmiðlunar spilarana, tölvuna eða snjall sjónvarpið þitt. Með þeim er auðvelt að stjórna músinni eða fara á milli valmynda með örvum. Á sumum gerðum er auðvelt að slá inn texta. Mele F10 er með möguleika að læra af öðrum venjulegum fjarstýringum svo sem að sjónvarpinu. Hún er hleðslubattery sem er hlaðið með USB.

Viboton S1 er með takkaborð, örvatakka og snertiflöt fyrir músina og hleðslubattery. Rii i7 er hinsvegar bara með músarstýringu og örvatakka. Hún notar venjuleg AAA battery.

Birt þann

Netflix á Íslandi

netflix_web_logoNetflix hefur loksins opnað þjónustu sína á Íslandi. Þúsundir Íslendinga voru með áskrift gegnum krókaleiðir að Netflix. Það er gert með því að breyta DNS-stillingum í spilurum eins og Android TV en þannig virtist viðkomandi notandi vera að kaupa áskrift í Bandaríkjunum eða öðru landi þar sem þjónustan var í boði. Núna er þetta óþarfi en fólk hefur þó enn þá val um að kaupa Netflix frá öðrum löndum en annað efnisval getur verið þar. Sjá úrvalið af spilurum hjá okkur hér.

https://www.youtube.com/watch?v=GvQs89U_tV0?w=460