Birt þann

Teltonika stýrðir netskiptar (managed switch)

Láttu aðra vita

Teltnika eru komnir með fyrstu stýrðu (managed) netskiptana. Þeir byrja með tvær útgáfur, annar er með PoE+. Þeir styðja við margs konar iðnaðarsamskiptareglur, þar á meðal EtherNet/IP, Profinet og MRP. TSW202 er með 2 afkastamikil SFP tengi fyrir langdræg ljósleiðarasamskipti og 8 Gigabit Ethernet tengi sem veita 30 W afl hvert.Þeir eru hannaður fyrir erfiðustu aðstæður þar sem að öryggi er í fyrirrúmi. Fylgist með því fleiri eru á leiðinni.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um TSW202 netskiptinn

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um TSW212 netskiptinn

Birt þann

Ráðstefna um nettengingar sjófarenda

Láttu aðra vita

Í nútímasamfélagi eru nýjar áskoranir í netlausnum á sjó vegna nýrrar tækni. Krafa um betri og nýrri lausnir til þess að leysa þann vanda verður sífellt háværari og aðkallandi fyrir sjávariðnaðinn. Til þess að ræða þessi mál höfum við fengið einn fremsta fyrirlesara Evrópu í sjávariðnaði, Ben Taylor. Hann hefur góða innsýn og reynslu á sjávariðnaði  víðs vegar um heim. Starf hans sem fréttamaður hefur fært honum ýmis verðlaun á borð við ,, Contributor to the North“ – Prolific North 2021. Einnig má nefna að hann starfar í nefnd fyrir Breska sjómannasambandið.

Hér er um tækifæri fyrir fyrirtæki í sjávarútveginum og sjófarendur að kynnast nýjum og sérsniðnum lausnum fyrir nettengingu á sjó.

Byrjað er á að tala um allt sem þarf til að láta 4/5G virka á skipi: SIM-kortin, beinana og loftnetin.

Næst hefur Poynting boðið Oneweb til að segja okkur allt um nútíð og framtíð gervihnattatenginga á sjó.

Sá þriðji verður sá sem enginn má missa af. Jafnvel þótt skip séu „ein“ í sjónum er hætta á netárásum mjög raunveruleg. Fortinet, leiðandi í netöryggi, mun tala um hætturnar sem þarf að bregðast við.

Að lokum á síðasta pallborðinu sem er líklega það mikilvægasta og praktískasta, munu þrír sérfræðingar sem eru að vinna hjá heimsþekktum fyrirtækjum í sjávariðnaði segja okkur frá eigin viðskiptaþörfum og þeim lausnum sem þeir sjá á markaði. Einnig þá valkosti sem þeir tóku á eigin netkerfum.

Gestir eru hvattir til þess að koma með spurningar sem svarað verður jafnóðum.

Skráðu þig hér

Birt þann

Ripple, 4G/5G loftnet fyrir skip og báta

Láttu aðra vita

Ripple er nýjung í loftnetum frá Poynting, það er eitt það besta sem að er í boði fyrir sjófarendur. Í boði eru 8×8 mimo net og 16×16 net sem að getir mögulegt að taka á móti allt að 8 láréttum og 8 lóðréttum sendum á sama tíma en það gefur mesta mögulega gagnahraða. Mesta mögnun er 9,5dB sem er með því mesta sem að gerist í svona loftnetum. Þú getur verið í sambandi lengra frá landi með meiri hraða en áður! Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar.

Sjá meira um Ripple 8 hér, og hér um Ripple 16.

Kynningarmyndband:

Birt þann

Nettengingar á sjó og landi: Bættu nethraðann og drægnina.

Láttu aðra vita

Bjóðum á Teams kynningu 1. Mars 2023 á búnaði frá Poynting og Teltonika til móttöku á netinu um LTE kerfi símafélaganna. Þessir framleiðendur eru leiðandi í búnaði sem þessum, s.s. loftnetum fyrir 4 og 5G fyrir skip og báta, faratæki og til nota á stöðum langt frá byggð. Þessi net eru byggð til að þola veðurfar á Íslandi og víðar. Búnaðurinn frá Teltonika með loftnetum frá Poynting passa allstaðar þar sem að minnsti möguleiki er á tengingu. Router frá Teltonika er notaður þar sem að þú þarft örugga og áræðanlega tengingu. Þeir eru til í öllum stærðum og gerðum, frá minnstu hliðum upp í 5G beina með möguleika á 3,5 Gbit hraða þar sem að þarf að hafa góðan hraða á netinu.

Skráðu þig hér: https://www.oreind.is/poynting-og-teltonika/

Birt þann

Teltonika hleðslustöðvar

Láttu aðra vita

TelcoCharge er hleðslustöð til framtíðar á vegginn þinn – kemur fljótlega!

Teltonika Energy er að þróa hleðslustöðva lausnir fyrir rafmagns og tengiltvinn bíla til að stuðla að hagstæðum og umhverfisvænni akstri sem að stuðlar að minna kolefnisspori. Verðum með úrval af stöðvum frá þeim á lager. Teltonika Energy er í eigu Teltonika IoT Group í Litháen, sjá meira hér

Hágæða, sérhannaðar fyrir allar aðstæður og auðvelt að nota. Rafbíla hleðslulausn sem að breytir hleðsu upplifun þinni. Við bjóðum frábæra vöru sem að sameinar notagildi, frábært útlit og snjall lausn við hleðslu sem að sparar tíma og peninga.

SÉRSNÍÐANLEG

Hágæða hönnun með fullt af mögulegum breytingum að umhverfinu sem val er um.

AUÐVELD

Auðveld í notkun, létt í uppsetningu og einfaldar hleðslu rafbílsins þíns.

SNJÖLL

Öflug rafbíla hleðslustöð sem er hlaðin snjallmöguleika sem aðgengilegir er á símanum þínum.

ÁRÆÐANLEG

Öflug og vel byggð til að þola verstu veður.

AUÐVELD, SNJÖLL OG ÁRÆÐANLEG HLEÐSLUSTÖÐ SEM ER JAFNT FYRIR TVINN OG RAFBÍLA FRÁ FYRIRTÆKI SEM AÐ SÉRHÆFIR SIG Í AÐ FRAMLEIÐA EINSTAKLEGA VANDAÐAR TÆKNILAUSNIR.

AUÐVELD UPPSETNING

Fljótlegt og auðvelt er að setja Teltonika Energy hleðslustöðvarnar, einfalt að ganga frá tengingum og köplum sem gerir svo notkunina ánægjulegri. Við gerðum þetta einfalt eins og an nota snjallsímann.

SNJÖLL STJÓRNUN HLEÐSLUNNAR

Fylgstu með stöðun hleðslunnar, skipulegðu hleðsluna þegar þú ódýrast er að hlaða, skoðaðu tölfræðina í rauntíma, læstu stöðinni fyrir óviðkomandi og fleira í TeltoCharge Appinu.

ÁRÆÐANLEG

TeltoCharge er framleidd í öflugum níðsterkum kassa og smíðað með gæði í huga sem að stenst verstu veður. Stöðvarnar eru smíðaðar samkvæmt IP55 og IK10 staðli sem táknar það að hægt að setja þær upp utandyra sem innan án þess að þurfa að hafa áhyggjur.

Auðvelt að breyta útliti svo að þær falli inní umhverfið. Hægt að fá 5 mismunandi liti og 3 mismunandi áferðir á framhliðina

Aflmikil

Allt að 22 kW hleðsla. Minni tími sem fer í bið eftir að bíllinn sé hlaðinn og meiri tími til að njóta þetta að keyra rafbílinn þinn.

Tengdur

Tengdu hleðslustöðina þína við snjallsímann þinn með Wi-Fi/Bluetooth eða GSM til að stjórna stöðinni hvaðan sem er.

Samhæfing

Hleðslustöðvarnar okkar eru samhæfðar öllum rafbílum og tengiltvinn bílum sem framleiddir eru núna og í framtíðinni.

NFC Kort

Hratt og örugg er hægt að auðkenna sig til að byrja hleðslu með því að nota NFC auðkenniskort.

Auðvelt

Með LED ljósum er sýnt afl, tenging og staða á hleðslu.

Vel varin

Njóttu TeltoCharge til fullnustu og hafðu engar áhyggjur af neinu því við bjóðum tveggja ára ábyrgð.

Birt þann

Ný útgáfa af Raspian stýrikerfinu

Láttu aðra vita

Loksins kom uppfærsla fyrir Raspberry pi!

Ný útgáfa af Raspberry Pi OS sem byggt er á Dedian 11 ( Bullseye, nefnt eftir Toy Story persónu) hefur verið gerð opinber og Raspberry Pi áðdáendur keppast við að setja það upp á uppáhalds smátölvuna sína.

Með nýrri útgáfu kemur aukinn hraði á Raspberry Pi 4 / Compute Module 4 eigendur sem er með ákveðna SoC gerð og nýtt gluggakerfi sem að eykur allan hraða í gluggaumhverfinu.

Raspberry Pi OS “Bullseye” virkar á allar gerðir að Raspberry Pi, en mesti hraði fæst á Raspberry Pi 4, og Pi 400. Þessar gerðir geta notið góðs af þessari hraða aukningu nema Pi 400 þar sem að hann er sjálfgefinn. Ef að tölvan er með meira en 2GB af vinnsluminni þá er einnig hægt að nýta nýja gluggastjórann.

Besta leiðin er að taka afrit af öllum gögnum og setja stýrikerfið upp á nýtt á SD kortið með Raspberry Pi Imager. Það er líka hægt að uppfæra frá eldri gerðinni upp í Raspberry Pi OS Bullseye. Það er samt vandamál sem að geta komið upp þar sem að það er ekki einfaldasta uppfærslan. Taktu afrit af öllum gögnum áður en að þú ferð út í það.

Hvernig á að uppfæra Raspberry Pi OS í “Bullseye”

1. Opna terminal og uppfæra hugbúnaðar listann.

$ sudo apt update

2. Keyra fulla uppfærslu af þinni uppsetningu.

$ sudo apt dist-upgrade -y

3. Uppfæra Raspberry Pi stýrikerfi.

$ sudo rpi-update

4. Opna sources.list skrána tilbúna til breytingar.

$ sudo nano /etc/apt/sources.list

5. Með örva lyklum finndu eftirfarandi línu.

deb http://raspbian.raspberrypi.org/raspbian/ buster main contrib non-free rpi

6. Breyttu línunni frá buster í bullseye og ýttu á “CTRL + X”, svo á “Y” og Enter til að vista og hætta.

deb http://raspbian.raspberrypi.org/raspbian/ bullseye main contrib non-free rpi

7. Uppfæra svo Bullseye hugbúnaðar listann.

$ sudo apt update

8. Keyra aftur stýrikerfis uppfærslu til að setja inn Bullseye hugbúnaðinn.

$ sudo apt dist-upgrade

9. Taka til eftir uppfærsluna.

$ sudo apt autoclean

10. Endurræsa Raspberry Pi tölvuna þína til að breytingarnar fara að virka.

$ sudo reboot

Ef allt fór vel þá ertu núna að nota nýjustu útgáfuna af Raspberry Pi OS sem er byggt á “Bullseye”.

Birt þann

Snertiskjáir

Láttu aðra vita

Höfum tekið við sölu af Skjámynd, innflutning og þjónustu á snertiskjáum frá Lilliput, Elo og iDisplay.

LILLIPUT er þekkt vörumerki á litlum skjám, þ.e. í stærðunum 7“ – 13“. Vörulínan er mjög fjölbreytileg og er því hægt að finna skjái fyrir flest verkefni, t.d. í bátum, bílum, verksmiðjum o.fl. Hér er heimasíða Lilliput

ELO eru hágæða snertiskjáir sem bjóðast í stærðunum 7“ – 70“. ELO hefur þróað og er með einkaleyfi á sérstakri snertitækni sem veldur engu sliti á snertifleti skjásins við notkun og tryggir því langtíma endingu þrátt fyrir mikla notkun. ELO skjáirnir seljast með 3 ára ábyrgð. Heimasía Elo er hér

iDisplay er með skjái sem eru með innibyggðri Android tölvu sem henta sérstaklega vel í verkefni fyrir alls kyns sölu- og kynningarefni.  Þessir skjáir mikið notaðir t.d. fyrir kynningarefni á söfnum og m.fl. Þeir eru til í stærðunum 10″ til 55″ og eru á mjög góðu verði. Heimasíða iDisplay er hér

Birt þann

Raspberry Pi 400

Láttu aðra vita

Nýjasta Raspberry Pi er komin! Þessi er innbyggð í lyklaborðið tilbúin til notkunar. Tengir bara við skjá, mús og setur stýrikerfið á sd kortið. Setur í samband við straum og allt komið af stað. Þessi tölva hentar vel til að nota í ritvinnslu, töflureikna, skoða póstinn og að fara á internetið. Hún er líka ódýr og tilvalin í heimanámið. Þú hefur líka möguleika á að tengja við GPIO tengið til að stýra allskonar græjum. Þessi tölva er ein af þeim sem að er mestan stuðning í heminum, nánast allt er mögulegt!

Panta hér með mús, sd korti og spennubreyti

Hér eru leiðbeiningar fyrir byrjandann

Lærðu að forrita með Raspberry hér

Hundruðir verkefna fyrir Raspberry pi hér

Birt þann

Raspberry pi

Láttu aðra vita

Vorum að fá Raspberry pi í hús. Einföld lausn fyrir heimanámið. Tilvalið að nýta gamla skjáinn eða sjónvarpið sem heimilistölvu. Þekkt smátölva sem er mikið notuð við kennslu og fleira. Getur búið til veðurstöð, margmiðlunarspilara, vefþjón, heimastjórnunar kerfi og svo notað hana sem hemilistölvu.

Sjá meira hér.

Heimasíða framleiðanda er hér.

Fullt af flottum verkefnum hér.

26 dæmi um frábær verkefni fyrir Rasperry pi eru hér.

Birt þann

Poynting 4G loftnet

Láttu aðra vita

Höfum fengið umboð fyrir Poynting 4G loftnet. Poynting er með vandaða vöru á góðu verði fyrir allar aðstæður. Þeir framleiða vönduð loftnet fyrir skip og báta, bíla og sumarhús. Loftnetin frá þeim eru flest tilbúin fyrir 5G.

Það er tilbúið fyrir 5G með 2 x MiMo. Sjá hér:

 • 2 x MiMo 2G/3G/4G/LTE antenna
 • 5G Ready, includes 3.2GHz to 3.8GHz CBRS Band
 • Small & Low-Profile (Ø 100mm x h 36mm)
 • Waterproof & Dustproof (complies with IP68)
 • Highly Ruggedised (complies with IK10)
 • Fire Resistant (certified with ECE-R 118.02)
 • Easy installation; multi implementation options (as standard)
  • Spigot Mount
  • Magnetic Mount
  • Double Sided Tape Mount
  • Bracket Mount
 • UV Stable Enclosure
 • Wideband – covers wide frequency band
 • Ground plane independent – performs consistently with and without a ground plane.

Sjá meira um Puck-2 netið hér.

Hér er litla 360° netið, OMNI-280.

Hér er svo net sem er smíðað sérstaklega fyrir skip og báta, OMNI-291. Hægt er að fá mismunandi ryðríar festingar fyrir það. Það fylgir með ryðfrír vinkill fyrir vegg eða mastur.