Birt þann

Beelink með Win 10 smátölvu

Láttu aðra vita

Þessi smátölva frá Beelink er sérlega öflum með 8Gb vinnsluminni og 128Gb SSD disk. Hún er með Windows 10 uppsett og því tilbúin til að takast á allt það sem að þú vilt. Hentar vel sem vinnustöð í fyrirtækjum, ritvinnslu, leikja eða sem margmiðlunar tölva á heimilum. Hún er með Intel Gemini Lake J5005, fjögurra kjarna og 4ra þráða cpu. 8Gb LPDDR4 ram og 128 SSD disk innbyggðum. Hægt er að bæta við auka 2,5″ hörðum diski. Auðvelt er að festa hana aftan á skjáinn og fer því lítið fyrir henni. Erum með 2ja ára ábyrgð til einstaklinga á þessari tölvu. Sjá hér.

Vorum líka að fá nýja Android spilara frá Beelink, GT1 Mini. Þeir koma í tveimur útgáfum með annarsvegar 2 Gb ram og 32 Gb rom og hinsvegar 4 Gb ram og 64 Gb rom. Þetta gerir þá sérlega öfluga í margskonar vinnu. Þeir koma með Android 8.1, Gigabit nettengingu og AC WiFi netkorti. Sjá hér og hér

Birt þann

Ethernet yfir kóax

Láttu aðra vita

Frá Triax er kominn búnaður til að senda internetið yfir það sjónvarps kerfi sem að fyrir er í húsinu. Hægt er að tengja all 64 úttök með allt að 1000 MBit hraða á hverju úttaki. Endabúnaðurinn er með WiFi  aðgangspunkt og RJ45 tengi sem að er settur í herbergin. Þessi búnaður er tilvalinn þar sem að þarf að laga WiFi eins og í hótelum eða gistiheimilum. Það þarf ekki að draga nýjar lagnir í, bara notaðar gömlu sjónvarpslagnirnar án þess að hafa áhrif á sjónvarpsdreifinguna!

Sjá vörur hér

Möguleikar um notkun:

Hér eru nokkur dæmi um hvar þessi lausn gæti gengið og hvernig netið gæti verið útbúið.

Sumarhúsahverfi

Sumarhúsahverfi geta notað einfalda WiFi lausn frá TRIAX sem tryggir góða dreifingu á netinu um allt hverfið, í öll sumarhús og svæði í nágrenninu. Gestir geta tengst netinu án þess að þurfa að koma við í þjónustumiðstöð.

Með bættri móttöku á netinu og tryggara sambandi þá getur okkar WiFi lausn aukið ánægju og bætt umtal fengið gesti til að koma aftur og aftur. Með því að nota loftnetskerfi það sem að er fyrir þá er hægt að halda kostnaði í lágmarki.

Hótel

Hótel geta notað notað nokkrar af WiFi lausnum okkar, allt að fullu stjórnað netkerfi þar sem að gestir og hótel tæki geta tengst aðskilið fljótt og örugglega. Veldu einfalt WiFi eða í tengslum við sjónvarpsdreifingu, skjámyndakerfi og/eða öryggismyndavélar (CCTV).

Þessi lausn sparar lagningu á netkerfi með því að nota þegar lagðan kóax kapal en samt fær hótelið nauðslynlega þjónustu og öryggisuppfærslu sem að eykur ánægju gestanna.

Dvalarheimili aldraðra

Dvalarheimili aldraðra geta nýtt sér WiFi lausnina sem að gefur öruggt þráðlaust net og sjónvarps móttöku í hverju herbergi eða íbúð og að auki í sameiginlegum rýmum.

Skólar

Skólar geta nýtt sér annaðhvort bara WiFi með einfaldri innskráningu eða lausn með WiFi samtvinnuðum með öryggismyndavélum (CCTV).

Keyrðu hvaða fjölda af sjálfstæðum VLAN fyrir nemendur og starfsmenn með góðri dreifingu sem að tryggir bandbreidd jafnvel fyrir kröfumestu nemendurna.

Birt þann

Búnaður fyrir snjallheimilið, VeraLite

Láttu aðra vita

Nýi aðstoðarmaðurinn þinn

Heimastjórn þarf ekki að vera dýr eða flókin. Erum að bjóða nokkrar VeraLite stjórnstöðvar á góðu verði. Tengir bara stöðina við netið og svo þá skynjara og rofa sem að þú vilt, hleður niður appinu í símann þinn og þá eru kominn í samband við heimili þitt.

  • Stjórnar auðveldlega allt að 70 tækjum
  • Getur stjórnað yfir 750 mismunandi tækjum
  • Þú býrð til eigin texta og netpóst sem viðvörun fyrir allar aðstæður

VeraLite gerir þér auðvelt fyrir að stjórna ljósum, myndavélum, hitanemum, hurðalæsingum, öryggiskerfum og fleiru. Að auki getur þú auðveldlega bætti við sjálfvirkum stýringum við flest á heimili þínu.  Allt sem snjallheimili þarfnast er hér komið, þú bætir bara við þeim skynjurum og rofum sem að þú vilt. Hægt að fá heyfiskynjara, ljósskynjara, hitanema, hurða og glugga skynjara, reykskynjara, gasskynjara, vatnsskynjara og fleiri. Svo er hægt að fá rofa fyrir ljós, gardínur, RGB Led ljós, rafmagnshlið og fleira. Allir skynjarar eru þráðlausir sem gerir uppsetningu auðveldari. Hver skynjari og rofi er keyptur aukalega.

Meira hér

Birt þann

Netið um loftnetskapla

Láttu aðra vita

Frá Triax fáum við búnað sem að sendir netið um loftnetskapla án þess að hafa áhrif á loftnetsmerki það sem að er fyrir á lögnunum. Nýjasta gerðin er með 1 Gbit hraða á milli staða og svo er fáanlegur búnaður sem býr til þráðlaust net við endann þannig að þetta auðveldar oft útbreiðslu þráðlauss nets innanhúss. Þetta auðveldar dreifingu netsins þar sem að kóax eða loftentslagnir eru fyrir hendi.  Hér er þráðausi búnaðurinn og svo er hér búnaðurinn sem að þarf við routerinn.

Bæklingur hér

 

Birt þann

Android MiBox með Google TV

Láttu aðra vita

Þessi Android spilari er einfaldur og eldsnöggur í notkun. Hann er vel upp settur með Google TV sem er sérstaklega gert til notkunar í sjónvarpi. Það fylgir með Bluetooth fjarstýring. Hann spilar flestallar margmiðlunarskrár. Hann er með Cortex-A53 2.0GHz, 2Ghz fjögurra kjarna örgjörva. Hann styður afspilun 4K efni, hann er með HDMI 2, 2 Gb DDR3 vinnsluminni og 8 Gb innra minni. Hann ræður við H.265 HEVC MP-10 við L5.1, allt að 4K x 2K með 60fps. Þú getur hlaðið niður þúsundum forrita frá Google play store. Það er auðvelt að setja upp Kodi. Erum með 2ja ára ábyrgð á þessum spilara.

Birt þann

Breytingar á sjónvarpsútssendingum

Láttu aðra vita

Sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju hætt en UHF heldur áfram

Vodafone mun á næstunni loka endurvarpsstöð sem hefur hingað til dreift sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju á höfuðborgarsvæðinu. Ef að þú sérð skilaboð á skjánum að það sé að fara að loka þessari útsendingu þá þarft þú að gera ráðstafanir í tíma til að halda útsendingunni. Ástæða lokunarinnar eru breytingar á fjarskiptum í lofti.

Athugið að ekki er verið að slökkva á öllum sjónvarpsútsendingum um loftnet, eingöngu er um að ræða sjónvarpsútsendingar um örbylgjuloftnet.

Til að halda afram að sjá útsendingar um loftnet þarf að nota UHF loftnet eins og þessi.

Hér fyrir neðan má sjá niðurtökuáætlun örbylgjusjónvarps á höfuðborgarsvæðinu.

Birt þann

Zipatile heimastjórnkerfi

Láttu aðra vita

Zipatile frá Zipato er öflugt kerfi sem að gerir mögulegt að stjórna heimilinu heima og heiman. Þú getur kveikt og slökkt ljósin, fylgst með hitastigi, hvort að hurðir og gluggar séu opnir, birtustigi, rakastigi, hreyfingu og fleiru. Til að gera þetta allt þarf að fá aukalega skynjara og rofa. Í þessu kerfi er stjórnborð þar sem að þú getur stjórnað öllu þessu og með appi í símanum getur þú svo skoðað og stjórnað öllu á heimilinu hvaðan sem er úr heiminum. Með z-wave staðlinum getur þú valið um mikið úrval af skynjurum, rofum og fleiri búnaði sem hægt er að tengja við þetta kerfi.

Meiri upplýsingar eru hér

Birt þann

Nýjir stafrænir DVB-T mótarar

Láttu aðra vita

dscf1914Vorum að taka upp nýja stafræna mótara með HDMI tengjum sem gerir mögulegt að senda mynd frá afruglara til dæmis um allt hús um kapalkerfi það sem að er fyrir í húsinu. Eigum til með 1, 2 og 4 inngöngum. Erum einnig með mótara sem eru með hliðrænan hljóð og mynd inngang.

Meira hér

Birt þann

VU+Solo 4K móttakari

Láttu aðra vita

Erum með á lager flaggskipið frá VU+. Hann er hraðvirkur og fyrsti Linux móttakari frá VU sem að er með 4K móttöku möguleika. Þar sem að hann er með 2 gervihnatta móttakara og 1 terrestrial þá er hægt að taka upp 2 rásir og horfa á þá þriðju eða streyma 2 út á netið og horfa á þriðju, eða taka upp á meðan. Sjá meira á heimasíðu VU hér

http://www.oreind.is/product/vusolo-4k-gervihnattamottakari/