Birt þann

Ný útgáfa af Raspian stýrikerfinu

Láttu aðra vita

Loksins kom uppfærsla fyrir Raspberry pi!

Ný útgáfa af Raspberry Pi OS sem byggt er á Dedian 11 ( Bullseye, nefnt eftir Toy Story persónu) hefur verið gerð opinber og Raspberry Pi áðdáendur keppast við að setja það upp á uppáhalds smátölvuna sína.

Með nýrri útgáfu kemur aukinn hraði á Raspberry Pi 4 / Compute Module 4 eigendur sem er með ákveðna SoC gerð og nýtt gluggakerfi sem að eykur allan hraða í gluggaumhverfinu.

Raspberry Pi OS “Bullseye” virkar á allar gerðir að Raspberry Pi, en mesti hraði fæst á Raspberry Pi 4, og Pi 400. Þessar gerðir geta notið góðs af þessari hraða aukningu nema Pi 400 þar sem að hann er sjálfgefinn. Ef að tölvan er með meira en 2GB af vinnsluminni þá er einnig hægt að nýta nýja gluggastjórann.

Besta leiðin er að taka afrit af öllum gögnum og setja stýrikerfið upp á nýtt á SD kortið með Raspberry Pi Imager. Það er líka hægt að uppfæra frá eldri gerðinni upp í Raspberry Pi OS Bullseye. Það er samt vandamál sem að geta komið upp þar sem að það er ekki einfaldasta uppfærslan. Taktu afrit af öllum gögnum áður en að þú ferð út í það.

Hvernig á að uppfæra Raspberry Pi OS í “Bullseye”

1. Opna terminal og uppfæra hugbúnaðar listann.

$ sudo apt update

2. Keyra fulla uppfærslu af þinni uppsetningu.

$ sudo apt dist-upgrade -y

3. Uppfæra Raspberry Pi stýrikerfi.

$ sudo rpi-update

4. Opna sources.list skrána tilbúna til breytingar.

$ sudo nano /etc/apt/sources.list

5. Með örva lyklum finndu eftirfarandi línu.

deb http://raspbian.raspberrypi.org/raspbian/ buster main contrib non-free rpi

6. Breyttu línunni frá buster í bullseye og ýttu á “CTRL + X”, svo á “Y” og Enter til að vista og hætta.

deb http://raspbian.raspberrypi.org/raspbian/ bullseye main contrib non-free rpi

7. Uppfæra svo Bullseye hugbúnaðar listann.

$ sudo apt update

8. Keyra aftur stýrikerfis uppfærslu til að setja inn Bullseye hugbúnaðinn.

$ sudo apt dist-upgrade

9. Taka til eftir uppfærsluna.

$ sudo apt autoclean

10. Endurræsa Raspberry Pi tölvuna þína til að breytingarnar fara að virka.

$ sudo reboot

Ef allt fór vel þá ertu núna að nota nýjustu útgáfuna af Raspberry Pi OS sem er byggt á “Bullseye”.