Erum komnir með alvöru margmiðlunar spilara á lager. Þessir spila flest allar gerðir margmiðlunar skráa og getur líka spilað beint af netinu og allt að 4K myndum! Þeir koma uppsettir með XBMC og Netflix. Þú getur hlaðið niður þúsundum forrita frá Play store sem gerir þessi tæki sérstaklega þægileg. Þú getur meira að segja horft á RÚV í beinni og allt úr Sarpinum ásamt til dæmis hluta af efni frá rásunum á hinum Norðurlöndunum. Þú getur líka spilað allt efni af gagnageymslum (NAS) ef að þú ert með það á netinu hjá þér. Frábær græja.
Meira hér

Nú hefur verið dregið í Facbook leiknum okkar. Yfir 700 manns tóku þátt en aðeins einn vinnur. Vinningshafinn er Ólafur Högni Ólafsson. Við óskum honum til hamingju með nýja bluetooth hátalarann.





TRIAX TSS 400 SAT>IP þjónninn tekur á móti venjulegu gervihnattamerki, breytir þeim og sendir út á netið á heimili þínu í allt að fjögur mismunandi tæki á sama tíma. Þú getur notað iPad, iPhone eða Android tæki til að horfa með. Hægt er að nota Quad eða Quattro nema á diskinn. Einnig er hægt að nota ljósleiðara LNB með ljósbreyti eða Unicable-LNB. Auðvelt er að setja SAT>IP móttakarann upp og stjórna honum með vefvafra.