Lestæki

Við flytjum inn og þjónustum lestæki fyrir sjóndapra í samstarfi við Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Þessi tæki hafa verið í notkun í mörg ár á Íslandi og flytjum við inn lestæki frá nokkrum virtum framleiðendum. Þetta eru tæki sem eru af hæsta gæðaflokki og bjóðum við allar þær gerðir sem þeir framleiða á hagstæðu verði. Þessi tæki eru þannig uppbyggð að það er myndavél sem tekur mynd af því sem á að stækka sem er svo sýnt á skjá. Sum tæki eru þannig að hægt er að tengja venjulegt sjónvarp við það eða tölvuskjá. Einnig eru til tæki sem eru tengd við tölvu og er þá myndin sýnd á hluta eða öllum tölvuskjánum.

Hér erum við með samantekt yfir þá framleiðendur sem við erum með umboð fyrir.

Low Vision International
Frá LVI í Svíþjóð fáum við erum einföld LVIog þægileg tæki sem reynst hafa vel. Þeir hafa framleitt lestæki í yfir 25 ár. Sjá meira hér á heimasíðu framleiðanda
Optelec lestæki
logoOptelec í Hollandi er fyrirtæki með mikla reynslu á þessu sviði. Þeir framleiða tæki frá þeim minnstu upp í þau stærstu. Sjá hér
Ash Technologies
Ash logoAsh á Írlandi er með spennandi línu í lestækjum sem henta mörgum til að lesa. Þeir hafa verið í framleiðslu á lestækjum í 10 ár. Hér getur þú séð meira um þeirra framleiðslu