Upplýsingar

Sendar og rásir á Íslandi og það sem næst frá gervihnetti.

Hér erum við með samantekt um helstu rásir og tíðnir sem notaðar eru á Íslandi. Hjá Vodafone er hægt er að sjá staðsetningu allra helstu senda á landinu. Einnig er hér neðan við upplýsingar um rásir frá gervihnöttum sem nást á Íslandi

Hér getur þú séð kort með öllum sjónvarpssendum á landinu

Upplýsingar frá Rover um stafræna sjónvarpsmóttöku hér

RÚV, Rás 1 og Rás 2

Stöð 2365, sendar sjást hér

Skjár einnSkjárinn

OmegaOmega

Sjónvarp frá gervihnöttum:

Hægt er að horfa á sjónvarpsefni frá ýmsum löndum með þeim gervihnattadiskum. Mis stóra diska þarf þó og fer stærðin eftir styrk á sendingunum frá gervihnettingum. Hægt er að nota disk allt niður í 65 cm stóra hér á landi til að taka á móti sendingum frá Astra á 28°Austur. Algengast er að nota 100-125 cm. diska hér á landi.

Á síðum Lyngsat er merktur dálkur sem heitir “beam”. Þar er vísað í mynd af styrk á sendingu á viðkomandi efni og er það sýnt í dBW. Hér er tafla með diskastærð miðað við dBW:

dBW
Stærð, cm.
54
45
52
50
50
60
48
70
46
90
44
115
42
145
40
180
38
230
36
280
34
360
32
450
30
570

Rásir frá Gervihnetti: (Allt með ljósum bakgrunni er í opinni dagskrá)

Rásir á Astra 2/Eurobird á 28° Austur

Stefna frá Reykjavík er 127° réttvísandi, hallinn 7,7° upp og LNB halli 20°. Til að ná þeim þarf a.m.k. 65 – 85 cm disk. Frá þessum hnetti nærðu yfir 100 fríum sjónvarpsrásum. Rása listi hér. PDF skjal með Fríum_rásum

Rásir á Astra 1 á 19,2° Austur

Stefna frá Reykjavík er 136° réttvísandi, hallinn 10,6° upp on LNB halli 10°. Diskur þarf að vera allavega 120 cm eða stærri. Margar Þýskar rásir eru með lélegum styrk.

Rásir á 15.8-16° austur, Sesat & Eurobird

Stefna frá Reykjavík er 139° réttvísandi, hallinn 11,7° upp og LNB halli 15,6°. Til að ná þeim þarf a.m.k. 1,2-1,5 m disk.

Rásir á Hotbird á 13° Austur

Stefna á Hotbird frá Reykjavík er 142° réttvísandi, hallinn 12,5° upp og LNB halli 15,7°. Til að ná þeim þarf a.m.k. 85 – 120 cm disk.

Rásir á Thor á 0,8° Vestur

Stefna á Thor frá Reykjavík er 156,8° réttvísandi, hallinn 15,6° upp og LNB halli 10°. Til að ná þeim þarf a.m.k. 85 – 120 cm disk.

Meiri fróðleik er hægt að nálgast víða á netinu svo sem hér:

Frábær síða til að sjá hvernig á að stilla diskinn: http://www.dishpointer.com/

Hvar leikir eru sýndir í beinni: http://liveonsat.com/index.html

Upplýsingar um rásir á gervihnöttum: www.satbeams.com/

Upplýsingar um rásir á gervihnöttum: http://www.lyngsat.com

Astra : http://www.ses-astra.com

Eutelsat: http://www.eutelsat.com/

Telenor: http://www.telenor.com/

Intelsat: http://www.intelsat.com/

Allt um stafrænar sjónvarpssendingar : http://www.dvb.org/