Birt þann

Lestækja kynning

Láttu aðra vita

Þriðjudaginn 31. maí verður kynning á nýjungum í lestækjum fyrir sjóndapra.  Fyrirtækin LVI og Optelec eru mjög framanlega á þessu sviði og verða með fræðslu á tækjum sínum. Magnus Bringhed frá sænska fyrirtækinu, LVI, verður á staðnum til skrafs og ráðagerða.  Einnig verður Baldur Þór Sveinsson, umboðaðili tækjanna, á staðnum til þess að svara fyrirspurnum gesta.

Kynningin fer fram klukkan 14 til 16 í salarkynnum Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17 á annarri hæð.

Boðið verður upp á hressingu í boði Öreindar, umboðsaðila LVI og Optelec á Íslandi.

Allir velkomnir í Hamrahlíðina