Birt þann

Sky HD móttakari með upptöku

Láttu aðra vita

Nú erum við að fá Sky háskerpu móttakara og þá getur þú notað nýja HD sjónvarpið þitt til fullnustu. Með þessum móttakara getur þú náð rásum með áður óþekktum gæðum. Það er ný upplifun að sjá myndir í háskerpu, þú sérð að grasið á fótboltavellinum er ekki bara grænt og þú getur talið hárin á ljónunum í dýralífsþættinum, kannski aðeins ýkt en nærri því! Þessi móttakari er með tvo móttakara og 300 Gb harðann disk (þar af 160 Gb til eigin upptöku) sem þýðir að þú getur horft á eina rás og tekið upp aðra.