Um fyrirtækið

Staðsetning
Staðsetning, smelltu fyrir stærra kort

Heimilisfang:
Auðbrekka 3,
200 Kópavogur
Sími: 564 1660


Kennitala: 620623-1050
VSK númer: 151331

Öreind er rafeindatæknifyrirtæki sem var stofnað árið 1988 í Reykjavík. Frá upphafi var markmiðið að bjóða upp á allar almennar viðgerðir á rafeindatækjum, svo sem sjónvörpum og myndbandstækjum. Tæknin hefur þróast mikið síðan þá og við höfum stöðugt aðlagst nýjungum og framförum í sviði rafeindatækjanna.

Þegar fyrirtækið opnaði á Nýbýlavegi 12 í Kópavogi árið 1988, þá tókum við að okkur viðgerðir á Lanier og Harris/3M faxtækjum fyrir Árvík, sem var ein af viðskiptavinum okkar á þeim tíma. Smátt og smátt byrjuðum við einnig að flytja inn móttökubúnað fyrir gervihnetti og loftnetefni. Svo höfum við farið að flytja inn búnað fyrir netkerfi sem nú er orðinn stór þáttur í starfsemi fyrirtækisins.

Árið 1997 fluttum við að Auðbrekku 3, þar sem fyrirtækið átti mjög hentugt húsnæði. Það er vel rúmt og bjart, sem hefur skapað góðar starfsaðstæður fyrir okkur og okkar starfsfólk.

Árið 1999 hófum við svo innflutning á loftnetsefni frá hinu virta fyrirtæki Hirschmann í Þýskalandi og hefur það gengið vel. Eftir að Triax eignaðist Hirschmann þá höfum við flutt inn frá þeim loftnetsefni.

Frá 1990 höfum við þjónustað lestæki fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. einstaklinga. Árið 2004 hófum við innflutning á lestækjum frá LVI og Optelec sem eru þekkt fyrir framleiðslu sína á lestækjum.

Við erum með úrval af netbúnaði frá Ubiquiti. Unifi búnaðurinn hefur fengið mikið lof fyrir góðan hugbúnað og að vera einfalt í uppsetningu.  Sjá hér.

Teltonika er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á 4 og 5G routerum. Þeir eru einnig með hleðslustöðvar fyrir rafbíla og vöktunarbúnar fyrir bíla og farartæki. Við höfum undirritað samning við þá sem veitir okkur rétt til að selja og dreifa þeirra vörum á Íslandi. Vörur þeirra njóta alþjóðlegrar vinsælda vegna þess að þeir leggja áherslu á nákvæmni og gæði framleiðslunnar. Þeir bjóða einnig upp á gæðaþjónustu sem við teljum vera af hámarksgæðum. Við höfum reynt að tryggja það að hafa sem flestar þeirra vörur á lager.

Erum með frá Digitus tilbúnar netsnúrur í flestum litum og lengdum allt að 30 metrum, skápa, tengi og annað viðeigandi fyrir netkerfið.

Frá því að Elko opnaði höfum við verið með viðgerðaþjónustu á mörgum þeirra merkja sem þeir selja.

Við erum stolt af framgangi og þróun okkar hjá Öreind og erum ánægðir að geta mætt þörfum og kröfum viðskiptavina okkar. Við horfum til framtíðarinnar með spennu og viljum halda áfram að vera leiðandi á okkar sviði.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða þarft frekari upplýsingar, erum við tilbúnir til að hjálpa þér.

Starfsmenn:

Baldur Þór Sveinsson

Sigurður Gunnarsson

Sendið okkur mail:

baldur [att] oreind.is

siggi [att] oreind.is

Félag Rafeindatækni fyrirtækja